Enski boltinn

Stefán Logi genginn í raðir KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stefán Logi Magnússon ásamt Guðmundi Hreiðarssyni, markvarðarþjálfara KR.
Stefán Logi Magnússon ásamt Guðmundi Hreiðarssyni, markvarðarþjálfara KR. Vísir/Valli
Markvörðurinn Stefán Logi Magnússon er genginn í raðir KR en hann er kominn með leikheimild á vefsíðu KSÍ sem tekur gildi á morgun.

Íslandsmeistararnir hafa því leyst vandræðin með markvarðarstöðuna en þeir misstu bæði Hannes Þór Halldórsson og Rúnar Alex Rúnarsson í atvinnumennsku eftir síðasta tímabil.

Stefán Logi þekkir vel til í KR en hann hirti markvarðarstöðuna af KristjániFinnbogasyni þar um mitt sumar 2007 og varði mark liðsins allt til ársins 2009 þegar hann hélt út í atvinnumennsku.

Hann gekk þá í raðir Lilleström en var lánaður til B-deildarliðsins Ull/Kisa á síðustu leiktíð til að koma sér aftur í gang eftir langvarandi meiðsli.

Stefán Logi á að baki tíu landsleiki og verður hann löglegur með KR í Lengjubikarnum gegn Aftureldingu á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×