Íslenski boltinn

KR mun spila gegn Val á gervigrasinu í Laugardal

Það verða spilaðir tveir leikir á þessum velli á sunnudag.
Það verða spilaðir tveir leikir á þessum velli á sunnudag. vísir/villi
„KR-völlurinn hefur ekki verið svona slæmur í mörg ár," segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við Vísi en það virðist ekki vera nokkur von til þess að leikið verði á KR-velli á sunnudag.

Þá á KR heimaleik gegn Val í Pepsi-deild karla og það verður líklega staðfest síðar í dag að sá leikur fari fram á gervigrasinu í Laugardal.

„Völlurinn er bara ekki tilbúinn og verður það klárlega ekki á sunnudag. Því er nú verr og miður," bætti Kristinn við.

Það verður því tvíhöfði á gervigrasinu á sunnudag því fyrr um daginn mun Fram taka á móti ÍBV á vellinum. Laugardalsvöllur á langt í land og mun Fram því spila heimaleiki sína á gervigrasinu í fyrstu umferðum mótsins.

Kristinn segir að sá möguleiki hafi verið skoðaður að skipta á heimaleik við Valsmenn en það hafi ekki gengið því Valur á leik á Vodafone-vellinum aðeins fjórum dögum síðar. Það er aðeins meira en völlurinn ræður við.

Það er stjórnarfundur hjá KR seinni partinn í dag og eftir þann fund verður væntanlega gefið formlega út að leikur KR og Vals fari fram á gervigrasinu.

Aðstaðan er komin til ára sinna en það er nóg pláss fyrir áhorfendur í Laugardalnum.vísir/villi

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×