Íslenski boltinn

FH sigursælastir í Lengjubikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH-ingar eru Lengjubikarmeistarar 2014.
FH-ingar eru Lengjubikarmeistarar 2014. Vísir/Daníel
Sem kunnugt er varð FH Lengjubikarmeistari í gær eftir öruggan 4-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik á Samsung vellinum í Garðabæ. Hafnarfjarðarliðið hefur nú unnið Lengjubikarinn oftast allra liða (sex sinnum) frá því að mótinu var hleypt af stokkunum árið 1996.

Þetta var í annað sinn sem Heimir Guðjónsson stýrir FH til sigurs í Lengjubikarnum, en hann hafði áður gert það árið 2009. Sigurður Jónsson var þjálfari FH þegar liðið vann Lengjubikarinn í fyrsta skipti, árið 2002, en Fimleikafélagið vann svo mótið í þrígang undir stjórn Ólafs Jóhannessonar; árin 2004, 2006 og 2007.

Sigurvegarar Lengjubikarsins:

FH - sex titlar (2002, 2004, 2006, 2007, 2009, 2014)

KR - fimm titlar (1998, 2001, 2005, 2010, 2012)

ÍA - þrír titlar (1996, 1999, 2003)

Valur - tveir titlar (2008, 2011)

ÍBV - einn titill (1997)

Grindavík - einn titill (2000)

Breiðablik - einn titill (2013)




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×