Íslenski boltinn

KR-ingum spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Baldur Sigurðsson með Íslandsbikarinn í fyrrahaust.
KR-ingurinn Baldur Sigurðsson með Íslandsbikarinn í fyrrahaust. Vísir/Daníel
Karlalið KR mun verja Íslandsmeistaratitilinn sinn rætist spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni sem var kynnt í dag á Kynningarfundi fyrir sumarið.

Nýliðar Fjölnis og Víkings fara hinsvegar beint niður samkvæmt spánni og Fjölnismenn fengu meðal annars aðeins 80 stig sem þýðir að þeir enduðu langneðstir í þessari árlegu spá.  

KR vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum en tapaði í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrir verðandi deildarbikarmeisturum FH. FH-liðinu er spáð öðru sætinu að þessu sinni en Breiðablik endar í 3. sætinu.  

Spáin fyrir Pepsi-deild karla 2014:

1. sæti og meistari - KR 401 stig

2. sæti - FH 389 stig

3. sæti - Breiðablik 357 stig

4. sæti - Stjarnan 321 stig

5. sæti - Valur 283 stig

6. sæti - ÍBV 230 stig

7. sæti - Keflavík 172 stig

8. sæti - Fylkir 169 stig

9. sæti - Fram 155 stig

10. sæti - Þór 146 stig

11. sæti og fall - Víkingur 105 stig

12. sæti og fall - Fjölnir 80 stig

Pepsi-deild karla hefst á sunnudaginn kemur en þá fara fram fimm af sex leikjum fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×