Íslenski boltinn

Enn einn grasleikurinn færður yfir á gervigras

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur H. Kristjánsson og lærisveinar hans í Breiðabliki eiga góðar minningar frá Garðabænum en þeir urðu Íslandsmeistarar á vellinum haustið 2010.
Ólafur H. Kristjánsson og lærisveinar hans í Breiðabliki eiga góðar minningar frá Garðabænum en þeir urðu Íslandsmeistarar á vellinum haustið 2010. Vísir/Anton
Pepsi-deildarliðin halda áfram að færa heimaleiki sína af grasi yfir á gervigras því Blikar geta ekki spilað leik sinn við KR á fimmtudaginn á Kópavogsvellinum.

Leikur Breiðabliks og KR í 2. umferð á fimmtudaginn hefur nú verið færður yfir á Samsung völlinn í Garðabæ en þetta kemur fram í tilkynningu frá Mótastjóra KSÍ.

Þetta er enn einn "grasleikurinn" sem verður spilaður á gervigrasi en Blikar, sem áttu heimaleik í fyrstu tveimur umferðunum, skiptu um heimaleik við FH í 1. umferðinni.

Fram, KR, Valur og Víkingur hafa einnig fært fyrsta heimaleik sinn inn á gervigrasvöll og sex af tólf leikjum fyrstu tveggja umferðanna fara því fram á gervigrasi.

Kópavogsvöllur á enn eitthvað í landa eins og fleiri grasvellir á höfuðborgarsvæðinu og nú er orðið ljóst að hann verði ekki orðinn leikfær á fimmtudagskvöldið.

Blikar gátu nýtt sér Samsung völlinn í Garðabæ enda eiga Stjörnumenn útileik þennan dag en þeir heimsækja þá ÍBV í Vestmannaeyjum.


Tengdar fréttir

Veislan í Dalnum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Eins og í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar verða báðir leikirnir sem spilaðir verða á gervigrasinu í Laugardal í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í heildina verður boðið upp á sex tíma fótboltaveislu.

Er þessi bolti ekki örugglega inni? | Myndir

Skoraði Haukur Páll Sigurðsson löglegt mark á móti KR sem ekki var dæmd? Erfitt getur verið að sjá hvort boltinn sé inni eða ekki í slíkum atvikum en hlutverk aðstoðardómarans er ekki alltaf öfundsvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×