Íslenski boltinn

Leikir Vals og Víkings færðir | Tvíhöfði í Dalnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Magnús Gylfason og lærisveinar hans spila annan leikinn í röð í Laugardalnum.
Magnús Gylfason og lærisveinar hans spila annan leikinn í röð í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm
Áfram halda vallaraðstæður að leika liðin grátt í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en heimaleikir Reykjavíkurliðanna Vals og Víkings í annarri umferð deildarinnar hafa báðir verið færðir á gervigrasið í Laugardal.

Þar var tvíhöfði á sunnudaginn þegar Fram og ÍBV mættust annars vegar og KR og Valur hins vegar og nú verður aftur tvíhöfði á fimmtudagskvöldið. Annað sannkallað fótboltakvöld í Dalnum.

Víkingsvöllur er illa farinn en menn vonast samt til þess í Fossvoginum að liðið spili annan heimaleikinn gegn Fylki í Víkinni. Sá fyrsti hefur verið færður í Laugardalinn og fer fram á gervigrasinu þar klukkan 18.00 á fimmtudaginn.

Vodafonevöllurinn er heldur ekki tilbúinn og í stað þess að víxla heimaleikjum hafa Hlíðarendapiltar ákveðið að spila aftur á gervigrasinu í Laugardalnum enda eiga þeir góðar minningar þaðan síðan á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 20.30.

Víkingur - Fram

Var: Fimmtudaginn 8. maí kl. 19.15 á Gervigrasinu Laugardal

Verður: Fimmtudaginn 8. maí kl. 18.00 á Gervigrasinu í Laugardal

Valur – Keflavík

Var: Fimmtudaginn 8. maí kl. 19.15 á Vodafonevellinum

Verður: Fimmtudaginn 8. maí kl. 20.30 á Gervigrasinu í Laugardal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×