Íslenski boltinn

Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir í Pepsimörkunum eru klárir í sumarið.
Strákarnir í Pepsimörkunum eru klárir í sumarið. Mynd/Vísir
Þáttur Pepsimarkanna í kvöld sem sýndur verður klukkan 22.00 eftir beina útsendingu á leik FH og Breiðabliks í 1. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu verður sá síðasti í opinni dagskrá.

Pepsimörkin verða eftir kvöldið í kvöld í læstri dagskrá í sumar en þessi vinsæli markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu hefur verið í opinni dagskrá undanfarin tvö sumur á Stöð 2 Sport og hér á Vísi.

Aftur á móti verður úrdráttur úr þættinum, einskonar styttri útgáfa, sýnd í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17.57, rétt fyrir fréttir, daginn eftir frumsýningu. Sú útgáfa verður einnig aðgengileg hér á Vísi.

Sem fyrr segir verður fyrsti þáttur Pepsimarkanna á dagskrá í kvöld klukkan 22.00 en þriðja beina útsendingin á tveimur dögum hefst klukkan 19.00 þegar FH og Breiðablik mætast í Kaplakrika.

Til að taka þátt í umræðunni í Pepsi-deildinni í sumar með Pepsimörkunum og í beinum útsendingum er áhorfendum bent á kassmerkið #pepsi365 á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×