Íslenski boltinn

Baldur: Erfitt að spila á móti sólinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, segir að það hafi ekki verið neitt sjálfstraust í spili liðsins í kvöld.

"Mjög slæm byrjun á leiknum fór illa með okkur. Það er slæmt að tapa uppkestinu á svona dögum því það er rosalega erfitt að spila á móti sólinni," sagði Baldur.

"Það var erfitt að horfa fram á við og við náðum aldrei neinum takti í okkar leik. Það var ekkert sjálfstraust í okkar spili og við kýldum boltanum bara fram. Varnarmennirnir og markvörðurinn töluðu um að það hefði verið erfitt að sjá fram í sólinni og skynja vegalengdir."

Þessi sólarafsökun Baldurs er ódýr að mati blaðamanns enda spiluðu Valsmenn miklu betur og það var fyrst og fremst pressa Valsmanna sem gerði það að verkum að KR náði engum takti í sinn leik.

"Ég er að segja að það er erfitt að spila okkar leik á móti svona sól. Þegar hún er svona lágt á lofti. Það er samt engin afsökun. Það er rétt hjá þér. Við vorum lélegir í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Valsmenn voru góðir í dag, ég tek það ekki af þeim. Þeir áttu sigurinn skilinn.

Nánari umfjöllun og fleiri viðtöl má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×