Íslenski boltinn

Ásmundur: Fékk rautt fyrir að stíga inn á völlinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Anton
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku eftir tap liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.

Stjarnan skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar lítið var eftir en Fylkismenn voru óánægðir með ákvörðun Þórodds Hjaltalíns að dæma víti.

„Fyrir mér er þetta minnsta víti sem ég hef séð nokkurn tímann. Flestir eru sammála mér nema kannski dómarinn,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi í kvöld.

Hann segist hafa reynt að ná eyrum dómarans eftir vítaspyrnudóminn sem varð til þess að hann fékk rauða spjaldið.

„En hann heyrir ekki í  mér. Þá stíg ég aðeins inn á völlinn og eina sem ég segi er; hvernig færðu þetta út? Ég held að aðstoðardómarinn segi honum að ég hafi stigið inn á völlinn og fyrir það er rautt spjald,“ sagði Ásmundur.

Nánari umfjöllun og viðtöl í greininni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×