Íslenski boltinn

Friðarhandabandið er það nýjasta í íslenska fótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nemanja Vidic og Steven Gerrard heilsast fyrir leik í ensku deildinni í vetur.
Nemanja Vidic og Steven Gerrard heilsast fyrir leik í ensku deildinni í vetur. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Íslands segir í dag frá nýjung á íslenskum fótboltaleikjum í sumar. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins í dag en "Handshake for Peace" er verkefni sem er á vegum FIFA og Friðarverðlauna Nóbels.

Verkefnið snýst um að leikmenn sýni vinskap og virðingu strax að leik loknum sem felst í því að þeir takist í hendur eftir leik alveg eins og þeir hafa gert fyrir leik. Með þessari táknrænu athöfn skilja liðin sem vinir og jafningjar.

Framkvæmd verkefnisins er sú að fyrirliðar beggja liða koma til dómara á miðjupunkt eftir leikinn þar sem þeir takast í hendur. Dómari leiksins er til vitnis um handabandið og eftir það mega fyrirliðar fara til búningsherbergja.

Það er von KSÍ og Pepsi-deildarinnar að verkefnið verði til þess að leikmenn sýni hvor öðrum áskilda virðingu og leikmenn yfirgefi leikvang sem vinir. Nánar má lesa um verkefnið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×