Íslenski boltinn

Breiðablik og FH víxla heimaleikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá úrslitaleik liðanna í Lengjubikarnum á dögunum.
Frá úrslitaleik liðanna í Lengjubikarnum á dögunum. Vísir/Daníel
Breiðablik og FH mætast í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla á mánudaginn en leikurinn fer ekki fram á Kópavogsvellinum heldur í Kaplakrika.

Knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kemur fram að Breiðablik og FH hafi víxlað heimaleikjum sínum í Pepsi-deild karla.

Leikurinn á mánudaginn, sem er í beinni á Stöð 2 Sport, fer því fram á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 en seinni leikurinn sem fer fram 20. júlí verður nú spilaður á Kópavogsvelli.

Kópavogsvöllur er ekki tilbúinn eftir veturinn og því ákváðu félögin að spila leikinn frekar í Kaplakrika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×