Lífið samstarf

Vala ætlar að selja Ólátagarð

Valgerður opnaði verslunina 2011.
Valgerður opnaði verslunina 2011.
Valgerður Magnúsdóttir hefur undanfarin ár rekið hönnunarverslunina Ólátagarð, sem býður upp á barna- og barnatengdavöru, við góðan orðstír. Nú er hins vegar komið að tímamótum hjá Völu sem hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að setja Ólátagarð í sölu.

Markmið með Völu með opnun Ólátagarðs var að flytja inn falleg og vönduð leikföng sem gleðja augað bæði fyrir börn og fullorðna, en henni fannst slíkt vantar þegar hún eignaðist sín börn. Í versluninni eru því seldar vörur eftir erlenda sem og íslenska hönnuði.

Í versluninni fást falleg leikföng og fjölbreyttar föndurvörur.
Vala hannar jafnframt og framleiðir tilbúnar og/eða hálfkláraðar vörur ásamt föndurpakkningum undir heitinu Ólátagarðshönnun en Ólátagarður býður upp á vinnustofu fyrir viðskiptavini og leikaðstöðu fyrir börn

.„Núna er ég að leggja áherslu á jólapakkningarnar og sel ég þær mikið í skóla, fyrir jólaföndur í fyrirtækjum og svo fyrir jólastundir fjölskyldunnar. Ég held að ég get alveg fullyrt að hvergi sé meira úrval af íslenskum jólaföndurpakkningum með íslenskum leiðbeiningum.“

Vala hefur tekið á móti börnum og foreldrum þeirra og boðið upp á vinnustofu þar sem hægt er að föndra saman.
Það er þetta listræna eðli sem veldur því að Vala hyggst líta fram á veginn. Hugur hennar liggur til skapandi verka sem veldur því að hún ætlar sér að gefa daglegan rekstur Ólátagarðs upp á bátinn.

„Mín ósk er að Ólátagarður haldi áfram að vaxa og dafna þó ég sé ekki við stjórnvölinn. Hér er búð sem búið er að gefa líf og sál með fullt af flottum vörum frá vönduðum vörumerkjum,“segir Vala.

HÉR geta áhugasamir nálgast frekari upplýsingar um Ólátagarð. 

Vala hefur haft það að markmiði að flytja inn vönduð leikföng sem gleðja augu jafnt barna sem fullorðinna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×