Menning

Færeysk hönnun í Kraumi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þeir eru skrautlegir, fuglarnir hennar Mikkalínu Nordberg.
Þeir eru skrautlegir, fuglarnir hennar Mikkalínu Nordberg.
Tólf færeyskir hönnuðir sýna verk sín á annarri hæð í Kraumi í Aðalstræti 10 í Reykjavík frá og með deginum í dag.

Um einstakar færeyskar vörur er að ræða, svo sem handprjónaðar peysur með færeyskum mynstrum, töskur úr lamb- og selskinnum, skart og aðra fylgihluti, glermuni og búsáhöld.

Færeyingarnir sækja innblástur í náttúru eyjanna, sjá má bergmyndanir í púðamynstrum Meimakers, færeyskar kindur í símynstruðum peysum Shisu Brand og lundinn með sitt marglita nef verður Mikkalínu Nordberg glerlistakonu endalaust yrkisefni.

Sýning Færeyinganna tilheyrir HönnunarMars.

Um sölusýningu er að ræða og stendur hún til 9. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×