Íslenski boltinn

KR-liðinu spáð titlinum í fjórtánda sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Karlalið KR mun verja Íslandsmeistaratitilinn sinn rætist spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni sem var kynnt í gær á Kynningarfundi fyrir Pepsi-deild karla í sumar. FH endar í öðru sæti og Breiðablik í því þriðja en nýliðar Fjölnis og Víkings fara hins vegar beint niður samkvæmt þessari árlegu spá.

Það hefur vanalega ekki boðað gott fyrir Vesturbæjarliðið að fá á sig titilpressuna en KR-ingar hafa aðeins unnið titilinn í þremur af þrettán skiptum og síðustu þremur titlaspám félagsins (2004, 2010 og 2012) þá náði liðið ekki einu af þremur sætunum í deildinni. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir gengi KR í sínum titlaspám.

Það hefur reyndar gengið illa hjá meistaraefnum síðustu ára að landa titlinum en það eru liðin fimm ár síðan fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spáðu rétt um Íslandsmeistara (FH 2009).

Liðið sem hefur endað í öðru sæti í spánni hefur aftur á móti unnið titilinn síðustu þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×