Íslenski boltinn

Tvíhöfði í Laugardalnum á morgun

Fram og KR spila bæði fyrstu heimaleiki sína á morgun.
Fram og KR spila bæði fyrstu heimaleiki sína á morgun. Vísir/Daníel
Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefst á morgun þegar fimm af sex leikjum fyrstu umferðarinnar fara fram.

Meðal þeirra eru tveir leikir sem verða spilaðir á gervigrasinu í Laugardal en þeir verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport. Fram og KR urðu bæði að færa fyrsta heimaleikinn sinn yfir á gervigras þar sem að grasvellir félaganna eru langt frá því að vera tilbúnir.

Leikirnir á gervigrasinu í Laugardal á mrogun eru annarsvegar leikur Fram og ÍBV klukkan 16.00 og hinsvegar leikur KR og Vals klukkan 20.00. Hér fyrir neðan má sjá leiki helgarinnar.

Umferðin klárast síðan með stórleik FH og Breiðabliks í Kaplakrika á mánudagskvöldið en sá leikur er einnig í beinni á Stöð 2 Sport.



Pepsi-deild karla 1. umferð

Fram-ÍBV     Á morgun kl. 16.00 Stöð 2 Sport

Keflavík-Þór     Á morgun kl. 16.00

Stjarnan-Fylkir     Á morgun kl. 19.15

Fjölnir-Víkingur R.     Á morgun kl. 19.15

KR-Valur     Á morgun kl. 20.00Stöð 2 Sport

FH-Breiðablik     Mánudagur kl. 19.15 Stöð 2 Sport


Tengdar fréttir

Spá FBL og Vísis: Fram hafnar í 8. sæti

Fram er einfaldlega stærsta spurningamerkið fyrir tímabilið enda kemur liðið gríðarlega mikið breytt til leiks, með nýjan þjálfara og hreinlega nýja stefnu í sínum knattspyrnumálum.

Spá FBL og Vísis: ÍBV hafnar í 6. sæti

Eyjamenn mæta til leiks með nýjan þjálfara í Pepsi-deild karla í fótbolta og hafna í sjötta sæti ef marka má spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis. Pepsi-deildinni hefst á sunnudaginn.

Spá FBL og Vísis: Keflavík hafnar í 9. sæti

Keflvíkingar verða áfram í neðri hluta Pepsi-deildarinnar ef marka má spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis en liðið heldur þó sæti sínu í deildinni. Keflavíkurliðið er spurningamerki en það hefur þó verið að leika ágætlega á undirbúningstímabilinu.

Spá FBL og Vísis: Stjarnan hafnar í 4. sæti

Stjarnan endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og tryggði sér þátttökurétt í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögu félagsins. Nýr þjálfari er mættur til starfa en hann nær ekki alveg sama árangri ef spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis rætist.

KR-ingum spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár

Karlalið KR mun verja Íslandsmeistaratitilinn sinn rætist spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni sem var kynnt í dag á Kynningarfundi fyrir sumarið.

Spá FBL og Vísis: Fjölnir hafnar í 12. sæti

Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sem hefst sunnudaginn 4. maí. Nýliðum Fjölnis er spáð neðsta sæti deildarinnar og þar með falli úr henni í haust.

Spá FBL og Vísis: FH hafnar í 2. sæti

FH þurfti að sætta sig við silfrið í fyrra í baráttunni við KR en þessi lið munu berjast aftur um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Miklu máli skipti að FH tapaði báðum leikjunum gegn KR á síðasta tímabili.

Spá FBL og Vísis: Fylkir hafnar í 11. sæti

Ef marka má spá Fréttablaðsins og Vísis fyrir Pepsi-deildina í knattspyrnu 2014 þá lýkur fimmtán ára samfelldri veru Fylkis í úrvalsdeildinni í haust.

Spá FBL og Vísis: Breiðablik hafnar í 3. sæti

Breiðablik náði frábærum árangri í Evrópudeildinni á síðasta tímabili en því miður fyrir liðið náði það ekki Evrópusæti í deildinni. Þrátt fyrir nokkurn mannamissi er liðið mjög vel mannað og getur hæglega barist um titilinn.

KR-liðinu spáð titlinum í fjórtánda sinn

KR hefur ekki náð inni á topp þrjú í síðustu þrjú skiptin sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum í fótbolta karla. KR var spáð titlinum í gær.

Spá FBL og Vísis: Þór hafnar í 7. sæti

Þórsarar héldu sæti sínu í Pepsi-deildinni í fyrra og gera það nokkuð auðveldlega aftur í sumar ef spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis verður að veruleika.

Spá FBL og Vísis: Víkingur hafnar í 10. sæti

Ef marka má spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis halda nýliðar Víkings sæti sínu í Pepsi-deild karla með naumindum en liðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru.

Spá FBL og Vísis: Valur hafnar í 5. sæti

Valsmenn sigldu lygnan sjó í Pepsi-deildinni á síðasta ári og samkvæmt spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis verður niðurstaðan sú sama hjá Valsmönnum í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×