Fótbolti

Enginn úrslitaleikur á Þorláksmessu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest að úrslitaleikur HM 2022 fari fram 18. desember. Keppnin fer fram í Katar.

Í síðasta mánuði var tilkynnt að HM 2022 fari ekki fram að sumri til vegna mikils hita í Katar. Þess í stað fer hún fram í nóvember og desember.

Í fyrstu var jafnvel talið að úrslitaleikurinn færi fram 23. desember, á Þorláksmessu, en FIFA hefur nú tilkynnt að keppninni ljúki þann 18. desember.

Margir áhugamenn um ensku knattspyrnuna anda léttar því þetta þýðir að leikir í ensku úrvalsdeildinni geta farið fram á öðrum degi jóla það árið, líkt og venja er.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×