Innlent

Ótrúleg björgun

Hrund Þórsdóttir skrifar
Sameinuðu þjóðirnar hafa úthlutað fimmtán milljónum dollara úr neyðarsjóðum sínum til hjálparstarfa í Nepal. Í það minnsta átta milljónir eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftann um síðustu helgi og sjötíu þúsund byggingar hafa eyðilagst.

Hjálparsveitir hafa streymt til landsins en erfiðlega gengur að koma aðstoð til svæðanna næst upptökum skjálftans og óánægja fer vaxandi með frammistöðu stjórnvalda.

„Allt sem við áttum er farið en yfirvöld gera ekkert fyrir okkur,“ segir kennarinn Shim Bahkta Kattel, sem býr í bænum Katteldata. „Erlendar þjóðir senda mikla hjálp til landsins okkar, en vegna spillingar fáum við enga aðstoð.“

Í miðri ringulreiðinni vekur björgun fimmtán ára drengs von í brjósti landsmanna, en hann hafði legið undir rústum í á sjötta dag. Hann var með meðvitund þegar hann fannst og tók í hendur bjargvætta sinna. Læknar segja ástand drengsins furðu gott og sýnt er frá björguninni og rætt við drenginn í meðfylgjandi myndskeiði.

„Hann var í fimm daga án matar og vatns og það er með ólíkindum að hann skuli hafa bjargast,“ segir læknir hans, Eran Tal Or.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×