Erlent

Dregur úr fylgi Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump þykir umdeildur mjög.
Donald Trump þykir umdeildur mjög. Vísir/AFP
Nokkuð hefur dregið úr fylgi bandaríska auðjöfursins og forsetaframbjóðandans Donald Trump ef marka má skoðanakannanir sem gerð var í kjölfar sjónvarpskappræðna frambjóðenda Repúblikana síðastliðinn fimmtudag.

Trump mælist enn með mest fylgi en könnun Rasmussen Reports bendir til að fylgi hans hafi varið úr 26 prósent í sautján.

Trump hefur einnig fengið slæmar fréttir frá Iowa þar sem fyrsta forval flokksins verður haldið. Skoðanakönnun Suffolk-háskóla bendir til að Trump geti einungis reiknað með stuðningi sautján prósent Repúblikana, og hefur fylgi hans farið minnkandi. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin, mælist með tólf prósent og Marco Rubio tíu.

Fylgi Jeb Bush, fyrrum ríkisstjóra Flórída, hefur einnig minnkað og mælist hann nú í sjöunda sæti meðal frambjóðenda, en mældist áður í því þriðja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×