Erlent

Orkumálin heilla Söruh Palin

Jón Háskon Halldórsson skrifar
Sara Palin
Sara Palin nordicphotos/afp
Sarah Palin telur að hún geti orðið góður orkumálaráðherra. Á meðan hún gegndi embætti ríkisstjóra í Alaska hafi hún lært sitthvað um olíu, gas og jarðefni. Þetta kemur fram á vef Washington Post.

Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu repúblikana í forsetaembætti, segir að honum þætti mjög ánægjulegt að hafa einhvern eins og Palin í ráðuneytinu.

„Ég hugsa mikið um orkumálaráðuneytið af því að orkumálin eru barnið mitt," sagði Palin í viðtali við CNN. „Og ef ég væri æðsti yfirmaður í ráðuneytinu þá myndi ég leysa það upp. Og ég myndi gefa ríkjunum meiri möguleika á því að hafa stjórn á því jarðsvæði sem falla innan þeirra ríkja." Af þessum ástæðum yrði hún einungis orkumálaráðherra til skamms tíma. Sarah Palin var varaforsetaefni repúblikana í forsetakosningunum árið 2008. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×