Fótbolti

Griezmann markakóngur á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Griezmann skoraði sex mörk fyrir Frakka á EM.
Griezmann skoraði sex mörk fyrir Frakka á EM. vísir/epa
Þrátt fyrir að hafa misst af Evrópumeistaratitlinum í kvöld fór franski framherjinn Antoine Griezmann ekki tómhentur heim. Hann fékk nefnilega Gullskóinn sem veittur er þeim leikmanni sem skorar flest mörk á EM.

Griezmann hefði eflaust viljað skipta á Gullskónum og Evrópumeistaratitlinum en markakóngstitilinn er smá sáramót fyrir þennan frábæra leikmann.

Griezmann skoraði sex mörk í sjö leikjum Frakklands á EM; eitt í riðlakeppninni og fimm í útsláttarkeppninni.

Griezmann skoraði tvær tvennur, gegn Írum í 16-liða úrslitunum og Þjóðverjum í undanúrslitunum.

Griezmann tókst ekki að skora í úrslitaleiknum gegn Portúgal á Stade de France í kvöld en hann fór illa með tvö upplögð skallafæri í leiknum.

Sex leikmenn komu næstir með þrjú mörk: Frakkarnir Dimitri Payet og Oliver Giroud, Portúgalarnir Cristiano Ronaldo og Nani, Walesverjinn Gareth Bale og Spánverjinn Álvaro Morata.

Ronaldo fékk Silfurskóinn en hann lagði upp flest mörk (3) af þessum sex leikmönnum. Giroud fékk svo bronsskóinn þar sem hann spilaði færri mínútur en Payet en þeir lögðu báðir upp tvö mörk á mótinu.


Tengdar fréttir

Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo

Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo.

Ronaldo borinn grátandi af velli í París

Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi.

Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað

"Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×