Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Liverpool til Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, er búinn að fá nýjan leikmann.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, er búinn að fá nýjan leikmann. vísir/eyþór
Valur hefur samið við danska miðjumanninn Nicolaj Køhlert. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Køhlert, sem er 23 ára, kemur frá Silkeborg í Danmörku þar sem hann lék á árunum 2012-16. Hann lék 14 leiki með Silkeborg í efstu deild og 22 leiki í næstefstu deild.

Á síðasta tímabili var Køhlert lánaður til NSÍ Runavíkur í Færeyjum. Hann lék 22 leiki með færeyska liðinu og skoraði eitt mark.

Køhlert var á mála hjá enska stórliðinu Liverpool á árunum 2009-11. Hann náði þó aldrei að leika með aðalliði félagsins. Køhlert stoppaði svo stutt við hjá Rangers áður en hann fór til Silkeborg. Hann hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Dana.

„Það er virkilega spennandi að koma til Vals. Þetta virkar mjög flott félag með mikla sögu og hefð. Ég kom hingað nýlega í yfir helgi og ræddi við fólk í félaginu og lýst mjög vel á allt hérna,“ er haft eftir Køhlert á heimasíðu Vals.

„Ég get spilað aftarlega á vellinum eða á miðri miðjunni, stundum kallaður „box-to-box“ spilari. Ég vil vera mikið í boltanum, byggja upp sóknir og dreifa boltanum til liðsfélaga minna.

„Íslenskur fótbolti er á mikilli uppleið og fær mikla athygli í dag, mikið til þökk sé EM á síðasta ári. Íslenskir knattspyrnumenn hafa bætt sig mikið og það er mikið tempó í íslenska boltanum, ég hlakka til að koma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×