Íslenski boltinn

Gömlu landsliðsfélagarnir endurráðnir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/anton/stefán
Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn þjálfari íslenska U-21 árs landsliðs karla í fótbolta. Sömu sögu er að segja af Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara U-19 ára landsliðs karla.

Gömlu landsliðsfélagarnir skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við KSÍ. Auk þess að þjálfa U-19 ára liðið mun Þorvaldur einnig starfa að fræðslumálum hjá knattspyrnusambandinu og sinna verkefnum sem snúa að útbreiðslustarfi.

Eyjólfur hefur þjálfað U-21 árs landsliðið með góðum árangri frá árinu 2008. Hann þjálfaði liðið einnig á árunum 2003-05. Undir hans stjórn komst Ísland á EM 2011 og var nálægt því að komast á EM 2015.

Litlu munaði að Ísland tryggði sér þátttökurétt á EM 2017 en tap fyrir Úkraínu í síðustu umferð undankeppninnar gerði þann draum að engu.

Þorvaldur hefur þjálfað U-19 ára liðið undanfarin tvö ár. Undir hans stjórn endaði Ísland í 3. sæti í sínum riðli í undankeppni EM 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×