Erlent

Drottningin frestar för sinni til Sandringham vegna veikinda

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Frá jólahádegisverði drottningarinnar í gær.
Frá jólahádegisverði drottningarinnar í gær. vísir/getty
Elísabet II Englandsdrotting hefur slegið á frest fyrirhugaðri ferð sinni til Norfolk þar sem hún hugðist fagna jólunum. Ástæðan fyrir breytingu á áætlunum drottningarinnar er veikindi hennar sjálfrar og Filippusar eiginmanns hennar.

Elísabet hefur haft það fyrir sið að verja jólafríinu á herragarði sínum í Sandringham, Norkfolk. Áætlað var að hún færi með lest þangað í morgun en ekkert varð af því.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum eru konungshjónin þó ekki alvarleg en þau eru með heiftarlegt kvef. Elísabet varð níræð í apríl á þessu ári en Filippus er 95 ára. Þau hafa verið þokkalega heilsuhraust hingað til þrátt fyrir að vera komin á efri ár.

Elísabet og Filippus ætla að reyna að komast til Sandringham í tæka tíð fyrir jólin.

Í gær bauð Elísabet til árlegs jólahádegisverðar í Buckingham-höll. Þar fagnaði hún með fjarskyldari ættingjum sem verða ekki í Sandringham yfir hátíðarnar. 







Vilhjálmur prins keyrir til jólahádegisverðarins í Buckingham-höll í gærvísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×