Innlent

Aflýstu fyrstu skóflustungu Dýrafjarðaganga vegna ófærðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Til stóð að fyrsta skóflustunga Dýrafjarðagangna yrði tekin á morgun. Hins vegar þurfti að fresta því vegna ófærðar á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Þetta er í annað sinn sem veðrið setur strik í reikninginn.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta og segir þar að þetta sé til marks um mikilvægi Dýrafjarðarganga.

Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að blása til skóflustungunnar og dagskrár á Hrafnseyri eftir að Hrafnseyrarheiði tepptist á sumardaginn fyrsta þegar skrifa átti undir verksamninga.

„Ég ætla ekki að kenna arnfirskum galdramönnum um þetta þó að einhverjir hafi verið nefndir en þetta veðurlag sýnir að ekki er vafamál að það vantar göng,“ segir Gísli Eiríksson, forstöðumaður jarðgangaframkvæmda Vegagerðarinnar, við BB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×