Innlent

Forseti opnar málþing ungliða um fjárhag háskólanna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, opnar málþing ungliðahreyfinga sex stjórnmálaflokka um fjárhagsstöðu háskóla á Íslandi á Kex Hostel klukkan átta í kvöld.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, opnar málþing ungliðahreyfinga sex stjórnmálaflokka um fjárhagsstöðu háskóla á Íslandi á Kex Hostel klukkan átta í kvöld. vísir/vilhelm
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, opnar málþing ungliðahreyfinga sex stjórnmálaflokka um fjárhagsstöðu háskóla á Íslandi á Kex Hostel klukkan átta í kvöld.

Ungliðahreyfingarnar sem um ræðir eru úr Framsóknarflokki, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn, Vinstri grænum og Bjartri framtíð.

„Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug og ljóst er að enn er töluvert í land til þess að framlög nái meðatali OECD ríkjanna,“ segir í fundarboðinu.

„Það er óumdeilt meðal framsýnna Vestrænna ríkja að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf,“ segir enn fremur

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Ragna Sigurðardóttir flytja framsögur.

Að þeim loknum munu taka þátt í pallborðsumræðum þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Steinunn Gestsdóttir, fulltrúi í Vísinda- og tækniráði, Davíð Erik Molberg, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, Steinunn Knútsdóttir, deildarstjóri sviðlistardeildar LHÍ og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×