Fótbolti

Þórsarar með góðan sigur á Gróttu

Elías Orri Njarðarson skrifar
Þórsarar náðu sér í þrjú góð stig í dag
Þórsarar náðu sér í þrjú góð stig í dag visir/eyþór
Þór sigraði Gróttu 1-3 í Inkasso deildinni í dag.

Fyrir leikinn sátu Þórsarar í sjöunda sæti deildarinnar en Grótta í 11. sætinu.

Grótta komst yfir í leiknum þegar að Alexander Kostic skoraði úr vítaspyrnu eftir 14 mínútna leik eftir að brotið hafði verið á Agnari Guðjónssyni, leikmanni Gróttu, inn í vítateig Þórsara. Atli Sigurjónsson jafnaði hinsvegar metin fyrir Þór á 27. mínútu leiksins.

Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan jöfn, 1-1.

Aron Kristófer Lárusson kom svo Þórsurum yfir í leiknum á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Jónas Björgvin Sigurbergsson þriðja mark Þórs í leiknum og góður sigur Þórsara í höfn.

Eftir sigurinn í dag sitja Þórsarar í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum á eftir Þrótti Reykjavík sem eru í sætinu fyrir ofan þá.

Gróttumenn sitja í 11. sæti deildarinnar með 9 stig þegar að 18 umferðir eru búnar af deildinni.

Upplýsingarnar um úrslit og markarskorara fengust af www.fotbolti.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×