Innlent

Formaður vill kvótann áfram

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/stefán
Mikilvægt er að snúa af þeirri leið að leggja af framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur fram í pistli Arnars Árnasonar, formanns Landssambands kúabænda.

Árið 2019 á að endurnýja búvörusamninga og þá kjósa bændur um hvort framleiðsla verði gefin frjáls eða kvótanum viðhaldið.

„Með því að gefa framleiðslu frjálsa skapast hætta á offramleiðslu, sem leitt getur til óvissutíma og neytt búgreinina til að bregðast við með aðgerðum sem gætu orðið sársaukafullar fyrir fjölda bænda,“ segir Arnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×