Íslenski boltinn

Jón Þór: Aldrei of seint í rassinn gripið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Þór Hauksson tók við sem þjálfari ÍA í ágúst.
Jón Þór Hauksson tók við sem þjálfari ÍA í ágúst.
„Virkilega jákvæð frammistaða í dag. Mér fannst við spila virkilega vel, verjast vel, berjast vel. Með ólíkindum að við hefðum ekki náð að skora 2-3 mörk í fyrri hálfleik. Ofboðslega ánægður með karakterinn sem þeir sýndu í dag, eftir að hafa ekki náð þessu marki í fyrri hálfleiknum, þá sýndu þeir virkilegan karakter og héldu áfram,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA eftir sigur sinna manna á KA í Pepsi deild karla í dag.

ÍA sigraði KA 2-0 á heimavelli með mörkum frá Steinari Þorsteinssyni og Stefáni Teiti Þórðarsyni.

„Fengum fullt af færum í seinni hálfleik líka, þannig ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag.“

ÍA var fyrir leiki dagsins á botni deildarinnar, 9 stigum á eftir ÍBV í 11. sætinu. Þeir saxa á forystuna með sigrinum, en er ekki of seint í rassinn gripið fyrir Skagamenn að reyna að bjarga sér frá falli?

„Aldrei of seint. Við vorum mjög einbeittir á þennan leik í dag. Við vorum ekkert að láta grípa okkur í einhverja stærðfræði eða að rýna of mikið í framhaldið. Við vorum einbeittir að leiknum í dag, að ná í þrjú stig í dag.“

„Við vorum betri í 90 mínútur, alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við að spila virkilega vel. Við sköpum okkur færi til að skora fullt af mörkum og mér fannst við einfaldlega betri á öllum sviðum,“ sagði Jón Þór Hauksson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×