Körfubolti

Njarðvík kastaði frá sér unnum leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísabella átti góðan leik í kvöld.
Ísabella átti góðan leik í kvöld. vísir/ernir
Skallagrímur hafði betur gegn Stjörnunni í Garðabæ og Breiðablik bjargaði sér fyrir horn gegn stigalausum Njarðvíkurstúlkum í Reykjanesbæ, en leikirnir voru liðir af 20. umferð Dominos-deildar kvenna.

Stjarnan byrjaði betur gegn Skallagrím, en gaf mikið eftir í öðrum leikhluta þar sem gestirnir úr Borgarnesi gengu á lagið. Þær leiddu í hálfleik, 30-36.

Í síðari hálfleik reyndust svo gestirnir sterkari og unnu að lokum með níu stiga mun, 73-64, þar sem Carmen Thyson Thomas átti frábæran leik; með 35 stig og 16 fráköst.

Sjá meira:Leik lokið: Haukar - Keflavík 81-63 | Haukar fóru á toppinn

Skallagrímur er með 16 stig, jafnt Snæfell og Breiðabliki, en sex stig eru í Stjörnuna sem eru í síðasta úrslitakeppnissætinu. Hjá Stjörnunni var Danielle Rodriguez einu sinni sem oftar stigahæst með 29 stig.

Í Reykjanesbæ voru Njarðvíkurstúlkur nálægt því að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni þetta árið þegar Breiðablik var í heimsókn í Ljónagryfjunni.

Njarðvík var í stuði í fyrsta leikhluta; unnu hann 21-9 og voru 37-31. Njarðvík náði aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta, en þær skoruðu einungis sjö stig í fjórða leikhluta gegn 24 stigum Blika. Þar köstuðu þær frá sér leiknum.

Shalonda Winton var stórkostleg í liði Njarðvíkur. Hún skoraði 35 stig, tók 20 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Whitney Knight skoraði 22 stig fyrir Njarðvík og Ísabella Sigurðardóttir gerði 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×