Erlent

Breskur ritstjóri dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Francis viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa banað eiginkonu sinni með hamri.
Francis viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa banað eiginkonu sinni með hamri. Vísir/AFP
Francis Matthew, fyrrum ritstjóri Gulf News í Dubai, var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar af sádi-arabískum dómsstólum fyrir að myrða eiginkonu sína Jane Matthew. Er það umtalsvert vægari dómur en búist var við en Francis hefði getað fengið dauðarefsingu fyrir verknaðinn. The Guardian greinir frá.

Francis barði konuna sína til dauða með hamri í júlí á síðasta ári. Þegar lögregluyfirvöld í Dubai mættu á vettvang sagði hann að brotist hefði verið inn í hús þeirra og að innbrotsmennirnir hefðu myrt hana.

Hann viðurkenndi hins vegar síðar við yfirheyrslu að hafa banað henni með hamri. Sagði hann frá því að Jane hafi verið honum reið vegna skuldar og fyrirhugaðra flutninga. Matthew segist hafa orðið reiður þegar hún kallað hann „aumingja“ og sagt að hann þyrfti að standa straum af útgjöldum þeirra.

Matthew sagði þannig frá málsatvikum að Jane hafi ýtt honum í rifrildinu. Hann hafi þá sótt hamar, elt hana inn á baðherbergi og slegið hana tvisvar í höfuðið. Næsta dag reyndi Matthew að láta líta út eins og brotist hafði verið inn til þeirra og fór svo til vinnu eins og ekkert hafði í skorist.

Matthew var ritstjóri Gulf News á árunum 1995-2005 og starfaði svo sem fréttamaður hjá fréttaveitunni sem sérhæfir sig í fréttum um Mið-Austurlönd á ensku. Blaðið sagði honum upp störfum þegar hann var kærður fyrir morðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×