Handbolti

Oddur markahæstur í enn einum sigri Balingen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oddur hefur spilað vel á leiktíðinni.
Oddur hefur spilað vel á leiktíðinni. vísir/getty
Oddur Grétarsson fór á kostum í liði Balingen sem vann þriggja marka sigur á Lübeck-Schwartau, 25-22, í þýsku B-deildinni í kvöld.

Balingen var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13-10, en sigurinn var í raun aldrei í hættu. Oddur Grétarsson skoraði níu mörk, þar af sex af vítalínunni. Hann var markahæsti maður liðsins.

Balingen er á toppi þýsku B-deildarinnar en þeir eru tevimur stigum á undan Coburg sem er í öðru sætinu. Fimm stig er svo í lið númer þrjú en efstu tvö liðin fara upp í úrvalsdeildina.

Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði fimm mörk fyrir Lübeck-Schwartau en liðið er í áttunda sæti deildarinnar. Eitt marka Sigtryggs kom af vítapunktinum.

Aron Rafn Eðvarðsson og félagar töpuðu með fimm marka mun, 34-29, fyrir Hamm-Westfalen á útivelli en HSV var sex mörkum undir í hálfleik, 17-11.

HSV er í fjórtánda sæti deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsæti, en fimm lið falla úr B-deildinni niður í C-deildina. HSV er nýliði í B-deildinni þetta tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×