Handbolti

Ólafur fór á kostum í sigri │ Arnór og Bjarki í sigurliðum í Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur skoraði ellefu mörk í dag.
Ólafur skoraði ellefu mörk í dag. vísir/getty
Kristianstad lenti í engum vandræði gegn Lugi í sænsku úrvalsdeildinni en Kristianstad vann að endingu átta marka sigur, 37-29, eftir að hafa verið 20-12 yfir í hálfleik.

Ólafur Guðmundsson fór á kostum í liði Kristianstad og skoraði ellefu mörk. Hann avr lang markahæsti leikmaður vallarins. Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson tvö.

Kristianstad er með góða forystu á toppnum. Þeir eru með 32 stig en í öðru sætinu er Skövde. Annað Íslendingalið, Savehof, vann spennisigur á Önnereds, 25-24.

Ágúst Elí Björgvinsson stóð vaktina í marki Savehof sem er komið upp í fimmta sæti deildarinnar eftir sigur dagsins.

Füchse Berlin hafði betur í Íslendingaslag gegn Erlangen, 26-25. Füchse var tveimur mörkum yfir í hálfeik, 14-12. Bjarki Már Elísson átti góðan leik fyrir Füchse og skoraði fimm mörk.

Füchse Berlin er í fimmta sætinu með 26 stig en Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar í Erlangen eru í tíunda sætinu með sextán stig.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark er Bergrischer hafði betur gegn Hannover-Burgdorf, 25-22, en Bergrischer var einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Bergrischer er í áttunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×