Handbolti

Kiel eltir Flensburg eins og skugginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð getur brosað í kvöld.
Alfreð getur brosað í kvöld. vísir/getty
Kiel heldur áfram að elta Flensburg á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en Kiel vann öruggan sigur á Bietigheim í kvöld, 32-21.

Sigurinn var að endingu mjög öruggur en nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Að honum loknum leiddu Kiel með þremur mörkum, 14-11.

Í síðari hálfleik stigu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar á bensíngjöfina og unnu að endingu öruggan ellefu marka sigur.

Markahæstur í liði Kiel var Svíinn Nicklas Ekberg með átta mörk en FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Kiel. Hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Kiel er í öðru sæti deildarinnar með 32 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Flensburg, sem hefur unnið átján fyrstu leikina sína í deildinni. Rhein-Neckar Löwen er í þriðja sætinu með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×