Handbolti

Óðinn með sex mörk í sigri GOG

Dagur Lárusson skrifar
Óðinn í leik með FH.
Óðinn í leik með FH. vísir/vilhelm
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í sigri GOG gegn Vigni og félögum í Holstebro í dönsku deildinni í dag.

 

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í dag og má þar einnig nefna Gunnar Jónsson og Rúnar Kárason hjá Ribe-Esjberg.

 

Óðinn Þór var næstmarkahæstur í sigri GOG en markahæstur var Daninn Jakobsen með sjö mörk. Leiknum lauk 24-20.

 

Þeir Gunnar og Kári komust báðir á blað hjá Ribe-Esbjerg gegn Lemvig en Gunnar skoraði fimm mörk á meðan Kári setti tvö en lokastaðan í þessum leik var 29-27.

 

Ólafur Gústafsson komst síðan ekki á blað í tapi Kolding gegn Skanderborg.

 

Eftir leiki dagsins er GOG í öðru sæti deildarinnar, Holstebro í því þriðja, Ribe-Esbjerg í níunda og Kolding í tíunda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×