Innlent

Vinnumálastofnun barst hótun erlendis frá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vinnumálastofnun telur aukningu á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa mögulega benda til kólnunar í hagkerfinu.
Vinnumálastofnun telur aukningu á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa mögulega benda til kólnunar í hagkerfinu.
Einstaklingur staddur erlendis sendi Vinnumálastofnun hótun í tölvupósti í morgun. Var húsnæði stofnunarinnar í Kringlunni 1 í framhaldinu lokað og haft samband við lögreglu.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst sé hver stendur að baki hótuninni. Viðkomandi sé staddur erlendis en málið sé unnið í samvinnu við þarlend lögregluyfirvöld.

Fram kom á Mbl.is í morgun að starfsfólk hafi verið beðið um að halda sig frá gluggum og dregið var fyrir þá.

Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar eftir því var leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×