Innlent

Slökkvilið kallað út vegna bruna við olíutanka

Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Vísir/vilhelm
Allt tiltækt slökkvilið var sent að olíutönkum í Örfirisey á sjötta tímanum í dag, vegna elds sem logaði þar.

Í samtali fréttastofu við varðstjóra hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins kom fram að óljóst hafi verið í fyrstu hversu mikill eldur logaði en þegar fyrstu bílar komu á vettvang kom í ljós að um minniháttar bruna væri að ræða. Því var dregið verulega úr viðbragði og slökkvibílum snúið við.

Uppfært klukkan 17:53:  Eldurinn sem um ræðir kom upp í tómum olíutanki sem verið var að vinna í. Eldur hafði þá komist í olíuleifar í tankinum. Þetta hefur fréttastofa eftir Bjarna Ingimarssyni, varðstjóra hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins.

„Þetta var bara slökkt með handslökkvitæki, minniháttar. Við erum búnir að afturkalla megnið af okkar liði. Þetta endaði bara á að vera lítið, en hljómaði stórt.,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×