Innlent

Bíll hafnaði utan vegar í miðri Bláfjallaörtröðinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Töluverð umferðarteppa myndaðist á meðan viðbragðsaðilar athöfnuði sig á vettvangi.
Töluverð umferðarteppa myndaðist á meðan viðbragðsaðilar athöfnuði sig á vettvangi. Vísir/Kolbeinn Tumi
Umferðaróhapp varð í grennd við Bláfjöll á öðrum tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en þung umferð er á svæðinu í dag þar sem skíðaiðkendur streyma upp í Bláfjöll.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn dælubíll sendur á vettvang til að hreinsa upp olíu á veginum. Atvikið var tilkynnt sem árekstur til slökkviliðsins en á myndum frá vettvangi má sjá að bíll hafnaði út af veginum. Þá voru björgunarsveitarmenn einnig kallaðir út vegna óhappsins.

Fyrsta skíðahelgi ársins í Bláfjöllum er nú um helgina. Ljóst er að skíðaiðkendur hafa fjölmennt í brekkurnar þar sem af er degi en umsjónarmaður í Bláfjöllum tjáði fréttastofu í dag að hann hefði sjaldan séð viðlíka mannfjölda á svæðinu.

Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang.Vísir/kolbeinn tumi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×