Innlent

Bíll í ljósum logum á Eyrarbakka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Eyrarbakka í morgun.
Frá vettvangi á Eyrarbakka í morgun. brunavarnir árnessýslu
Brunavörnum Árnessýslu bárust boð rétt eftir klukkan sex í morgun um að eldur væri í bíl á Eyrarbakka.

Að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu var talsverður viðbúnaður viðhafður vegna málsins þar sem bíllinn var upp við bensíndælu á bensínstöð.

Fyrstu aðilar sem komu á vettvang náðu að slá verulega á eldinn með duftslökkvitækjum en eftir að dælubíll frá Brunavörnum Árnessýslu kom á vettvang gekk greiðlega að slökkva eldinn.

Talið er að kviknað hafi í bílnum út frá vélbúnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×