Erlent

Ófrjó kona fæddi barn með erfðaefni þriggja einstaklinga

Samúel Karl Ólason skrifar
Barnið er með erfðaefni þriggja einstaklinga en læknar tóku egg úr móður þess, sem er ófrjó, sæði úr föðurnum og egg úr annarri konu og blönduðu þeim í rauninni saman.
Barnið er með erfðaefni þriggja einstaklinga en læknar tóku egg úr móður þess, sem er ófrjó, sæði úr föðurnum og egg úr annarri konu og blönduðu þeim í rauninni saman. Vísir/Getty
Læknar frá Grikklandi og Spáni tilkynntu í dag að barn sem getið var með umdeildri frjóvgunaraðferð hefði fæðst. Barnið er með erfðaefni þriggja einstaklinga en læknar tóku egg úr móður þess, sem er ófrjó, sæði úr föðurnum og egg úr annarri konu og blönduðu þeim í rauninni saman.

AFP fréttaveitan segir aðferðina hafa vekið mikla umræðu um siðferði hennar og langtímaáhrif þegar hún var opinberuð. Sambærileg aðferð var notuð í Mexíkó árið 2016 til að koma í veg fyrir að ættgeng veiki bærist á milli móður og barns.



Móðir barnsins sem fæddist í dag hafði farið í nokkrar hefðbundnar frjóvgunaraðgerðir áður en frjóvgunin tókst með nýju aðferðinni.

Panagiotis Psathas, forseti, Institute for Life, þar sem aðgerðin var framkvæmd, sagði blaðamönnum í dag að þetta væri í fyrsta sinn sem að ófrjó kona hefði eignast barn með eigin erfðaefni. Hann sagði að aðgerðin gæti hjálpað fleiri konum sem eiga í erfiðleikum með að eignast börn.

Nuno Costa-Boregs, sem kom einnig að aðgerðinni, sagði að um byltingu væri að ræða. Verkefnið heldur áfram og 24 konur hafa skráð sig til þátttöku. Læknarnir sögðu átta fósturvísa vera tilbúna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×