Fótbolti

Grótta burstaði Álftanes en Fram marði 4. deildarlið í Mjólkurbikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óskar stýrir Gróttu.
Óskar stýrir Gróttu. mynd/gróttasport
Fyrsta umferðin í Mjólkurbikarnum heldur áfram að rúlla en í kvöld fóru fram sex leikir. Þau Inkasso-deildarlið sem voru í eldlínunni komust áfram en sum með herkjum.

Fram vann 2-1 sigur á GG sem leikur í fjórðu deild karla. Jökull Steinn Ólafsson og Helgi Guðjónsson komu Fram í 2-0 í fyrri hálfleik en Orri Freyr Hjaltalín minnkaði muninn og þar við sat.

Afturelding skoraði sex mörk gegn Létti á heimavelli í 6-0 sigri. Markaskorararnir voru sex en þeir Andri Freyr Jónasson, Róbert Orri Þorkelsson, Hlynur Magnússon, Georg Bjarnason, Alexander Aron Davorsson og Valgeir Árni Svansson skoruðu mörkin.

Grótta burstaði Álftanes 8-2 en í hálfleik var staðan 3-0. Álftanes minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en þar við sat og Gróttu-lestin keyrð yfir Álftanes.

Elliði rúllaði yfir Álafoss, 8-1, og Ýmir lenti í engum vandræðum með Afríku, 6-1. ÍR skoraði svo fimm mörk gegn SR úr Laugardalnum á heimavelli en ÍR féll úr Inkasso á síðustu leiktíð.

Úrslit kvöldsins:

Ýmir - Afríka 6-1

Fram - GG 2-1

Elliði - Álafoss 8-1

ÍR - SR 5-0

Afturelding - Léttir 6-0

Grótta - Álftanes 8-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×