Enski boltinn

United íhugar að kaupa upp samning Oblak

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jan Oblak
Jan Oblak vísir/getty
Manchester United íhugar að kaupa upp samning Jan Oblak hjá Atletico Madrid og setja þar með framtíð David de Gea hjá félaginu í óvissu. Þetta hefur ESPN eftir heimildum sínum.

David de Gea hefur verið valinn besti leikmaður Manchester United fjögur af síðustu fimm tímabilum en hann hefur gert mikið af mistökum í vetur. Það, ásamt því að samningur hans rennur út á næsta ári, hefur sett spurningamerki við framtíð hans í Manchester.

Sú framtíð er komin í enn meiri óvissu miðað við heimildarmenn ESPN sem segja forráðamenn United vera alvarlega að íhuga að sækjast eftir Oblak.

Oblak er samningsbundinn Atletico Madrid og hann er nýbúinn að framlengja samning sinn við spænska félagið. Þrátt fyrir það getur United keypt hann út, en verðmiðinn á uppsagnarákvæði samningsins er 120 milljónir evra.

United þarf þó líklega að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð til þess að freista þess að fá Oblak til Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×