Enski boltinn

Bailly frá út tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bailly fór sárþjáður af velli.
Bailly fór sárþjáður af velli. vísir/getty
Eric Bailly leikur ekki meira með Manchester United á tímabilinu vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í jafnteflinu við Chelsea, 1-1, á Old Trafford í gær.

Bailly fór meiddur af velli á 71. mínútu í leiknum í gær. Liðbönd í hægra hné sködduðust.

Fílbeinsstrendingurinn missir af leikjunum gegn Huddersfield Town og Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni. Þá missir Bailly af Afríkukeppninni í Egyptalandi í sumar.

Bailly hefur leikið 16 deildarleiki í vetur. Hann er að ljúka sínu þriðja tímabili hjá United en hann kom til liðsins frá Villarreal 2016.

United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, þremur stigum frá 4. sætinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×