Enski boltinn

Messan: Leicester getur gert Man. City erfitt fyrir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjörvar og Ólafur Ingi spáðu í spilin í Messunni.
Hjörvar og Ólafur Ingi spáðu í spilin í Messunni.
Lokaspretturinn í ensku úrvalsdeildinni hefur verið æsispennandi og spennan er að ná hámarki þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Man. City er með eins stigs forskot á Liverpool og verður meistari takist liðinu að leggja Leicester og Brighton í síðustu tveim leikjum sínum.

„Ég held að Man. City klári þetta en það kæmi mér samt ekki á óvart ef Leicester myndi ná í eitthvað á Etihad,“ segir Ólafur Ingi Skúlason. „Ef það er eitthvað sem getur meitt City þá er það Jamie Vardy. Þetta er ekki alveg búið.“

Man. City hefur unnið tólf leiki í röð og Hjörvar Hafliðason segir líklegt að liðið klári þetta.

„Það eru meiri líkur en minni að Man. City klári þetta. Einn daginn kemur að því að liðið vinnur ekki leik en hvenær það verður er óvíst að segja.“

Umræðuna um titilbaráttuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan um titilbaráttuna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×