Enski boltinn

Sjáðu mistökin hjá De Gea, afhroð Arsenal og markið sem færði City nær titlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sáttur Guardiola eftir sigurinn í gær.
Sáttur Guardiola eftir sigurinn í gær. vísir/getty
Sex mörk voru skoruð í enska boltanum í gær og eitt rautt spjald fór á loft er þrír mikilvægir leikir fóru fram. Það dró til tíðinda í Meistaradeildarbaráttunni og toppbaráttunni.

Arsenal heimsótti Leicester í fyrsta leik dagsins og  Ainsley Maitland-Niles var sendur í sturtu á 36. mínútu eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald.

Markalaust var í hálfleik en Leicester keyrði yfir gestina í síðari hálfleik. Youri Tielemans skoraði fyrsta markið og Jamie Vardy bætti við tveimur mörkum undir lokin.







Manchester City þurfti að hafa fyrir hlutunum á Turf Moor er þeir unnu 1-0 sigur á Burnley. Markið kom á 63. mínútu en þá skoraði Sergio Aguero. Í endursýningu sást að boltin rétt svo fór yfir línuna. Millimetraspursmál.

Síðasti leikur dagsins og jafnframt stórleikur helgarinnar var leikur Man. United og Chelsea en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. David de Gea gerði sig sekan um slæm mistök.

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.

Leicester - Arsenal 3-0:
Klippa: FT Leicester 3 - 0 Arsenal
Burnley - Manchester City 0-1:
Klippa: FT Burnley 0 - 1 Manchester City
Manchester United - Chelsea 1-1:
Klippa: FT Manchester Utd 1 - 1 Chelsea



Tengdar fréttir

Millimetrum munaði á Man City og Burnley

Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City unnu nauman sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag og eru á toppi deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.

Leicester fór illa með tíu leikmenn Arsenal

Hvorki gengur né rekur hjá Arsenal í baráttunni um að ná 4.sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þriðja tap liðsins í röð kom í dag á King Power leikvangnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×