Enski boltinn

Himinlifandi Sarri segir tímabilið hafa verið gott hjá Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri og Solskjær í stuði í gær.
Sarri og Solskjær í stuði í gær. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, var þokkalega sáttur með sína menn eftir 1-1 jafnteflið gegn Manchester United á útivelli i gær og segir að tímabilið hafi verið gott hjá Chelesa.

Chelsea er með pálmann í höndunum hvað varðar Meistaradeildarsæti en þegar tvær umferðir eru eftir er Chelsea í fjórða sætinu, á undan Arsenal og Manchester United.

„Við vorum í smá vandræðinum inni á vellinum með lengdir. Það voru of margir metrar á milli framherjanna og miðjunnar og við vorum í vandræðum að hemja boltann,“ sagði Sarri við Sky Sports.

„Í síðari hluta fyrri hálfleiksins vorum við betri og mjög góðir í síðari hálfleik. Að endingu fengum vð stór færi en því miður klúðruðum við því. Það er ekki auðvelta ð spila hér gegn United.“

Bæði Antonio Rudiger og Willian fóru af velli vegna meiðsla í liði Chelsea en Sarri segir að meiðsli Rudiger líti ekki vel út en Willian ætti að vera klár er Chelsea mætir Frankfurt í vikunni.

Tímabilið hefur verið kaflaskipt hjá Chelsea en stjórinn er hins vegar mjög svo sáttur við sitt fyrsta tímabil á Englandi.

„Við þurfum tvo stigra. Ef við vinnum þá er þetta komið. Ef við fáum fjögur stig þá ræðst þetta á markamun. Við spiluðum í úrslitaleik deildarbikarisns, erum að berjast um topp fjögur sætin og erum í úrslitum Evrópudeildarinnar.“

„Þetta hefur verið gott tímabil hjá okkur. Núna bíða tvö mjög mikilvæg verkefni,“ sagði Ítalinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×