Enski boltinn

Fyrsti varnarmaðurinn í 14 ár sem er valinn leikmaður ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Dijk hefur verið frábær í vörn Liverpool síðan hann kom frá Southampton í ársbyrjun 2018.
Van Dijk hefur verið frábær í vörn Liverpool síðan hann kom frá Southampton í ársbyrjun 2018. vísir/getty
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, var valinn leikmaður ársins af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.



Van Dijk er fyrsti varnarmaðurinn í 14 ár sem er valinn leikmaður ársins og aðeins sá sjötti frá því þessi verðlaun voru fyrst veitt árið 1974.

John Terry var valinn leikmaður ársins 2005 en svo liðu 14 ár þar til næsti varnarmaður (Van Dijk) fékk þessa viðurkenningu.

Norman Hunter, varnarmaður Leeds United, var sá fyrsti sem var valinn leikmaður ársins 1974. Ári síðar fékk Colin Todd, varnarmaður Derby County, þessa viðurkenningu.

Síðan liðu 17 ár þar til næsti varnarmaður var valinn leikmaður ársins. Það var Gary Pallister, leikmaður Manchester United. Ári síðar var Paul McGrath, leikmaður Aston Villa, valinn leikmaður ársins, á fyrsta tímabili ensku úrvaldeildarinnar (1992-93).

Van Dijk er áttundi leikmaður Liverpool sem er útnefndur leikmaður ársins. Hinir eru Terry McDermott (1980), Kenny Dalglish (1983), Ian Rush (1984), John Barnes (1988), Steven Gerrard (2006), Luis Suárez (2014) og Mohamed Salah (2018).

Van Dijk er að sjálfsögðu í liði ársins ásamt þremur öðrum leikmönnum Liverpool; Trent Alexander-Arnold, Andrew Robertson og Sadio Mané.


Tengdar fréttir

Wenger óttast það að örlögin séu á móti Liverpool

Það munaði bara 29,51 millimetrum að eina mark Manchester City á móti Burnley um helgina yrði aldrei mark. Marklínutæknin sýndi aftur á móti að skot Sergio Aguero fór yfir marklínuna og mark Argentínumannsins kom Manchester City aftur upp í toppsætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×