Enski boltinn

„Pogba lifir í draumaheimi“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba hefur ekki náð sér á strik í síðustu leikjum Manchester United.
Pogba hefur ekki náð sér á strik í síðustu leikjum Manchester United. vísir/getty
Gamlar Manchester United-hetjur hafa keppst við að segja Paul Pogba til syndana að undanförnu, nú síðast Paul Scholes sem segir Pogba lifa í sínum eigin „draumaheimi“.

„Það ríkir óvissa með Pogba. Fer hann eða ekki? Í gegnum tíðina hefur United misst frábæra leikmenn og það hefur ekki haft mikil áhrif á þá,“ sagði Scholes.

Hann segir að Pogba sé kominn á þann aldur að hann verði að vera stöðugari í leik sínum.

„Við þekkjum hann öll og tölum alltaf um hæfileika. En hann er 26 ára og verður spila oftar vel. Hann getur verið leikmaður í heimsklassa en kannski þarf hann mann með sér sem lætur hann heyra það reglulega og heldur honum á tánum,“ sagði Scholes.

„Ef ekki heldur hann áfram í sínum eigin draumaheimi og heldur að hann sé bestur.“

Pogba hefur skorað 13 mörk og gefið níu stoðsendingar í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er í 6. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

United íhugar að kaupa upp samning Oblak

Manchester United íhugar að kaupa upp samning Jan Oblak hjá Atletico Madrid og setja þar með framtíð David de Gea hjá félaginu í óvissu. Þetta hefur ESPN eftir heimildum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×