Enski boltinn

Oxlade-Chamberlain fær nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oxlade-Chamberlain fékk langþráðar mínútur gegn Huddersfield.
Oxlade-Chamberlain fékk langþráðar mínútur gegn Huddersfield. vísir/getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Alex Oxlade-Chamberlain fái nýjan samning hjá Liverpool, þrátt fyrir að hafa verið frá vegna meiðsla í eitt ár.

Oxlade-Chamberlain sneri aftur í lið Liverpool þegar það vann 5-0 sigur á Huddersfield Town á föstudaginn. Það var fyrsti leikur hans fyrir Liverpool í rúmt ár vegna hnémeiðsla.

Liverpool ku vera tilbúið að framlengja samning Oxlade-Chamberlains til 2023. Samningurinn færir honum 120.000 pund í vikulaun.

Oxlade-Chamberlain kom til Liverpool frá Arsenal haustið 2017. Hann lék vel með Liverpool seinni hluta síðasta tímabils, allt þar til hann meiddist illa í fyrri leiknum gegn Roma í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool mætir Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.


Tengdar fréttir

Wenger óttast það að örlögin séu á móti Liverpool

Það munaði bara 29,51 millimetrum að eina mark Manchester City á móti Burnley um helgina yrði aldrei mark. Marklínutæknin sýndi aftur á móti að skot Sergio Aguero fór yfir marklínuna og mark Argentínumannsins kom Manchester City aftur upp í toppsætið.

Messan: Salah og Mane hafa verið frábærir

Liverpool hefur þegar toppað sinn besta árangur frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni en ekki er víst að það dugi til þess að liðið verði meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×