Erlent

Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið

Kjartan Kjartansson skrifar
Hryðjuverkin í Christchurch ollu óhug um víða veröld. Í Adelaide í Ástralíu skrifuðu vegfarendur samúðarkveðjur til Nýsjálendinga og hengdu upp.
Hryðjuverkin í Christchurch ollu óhug um víða veröld. Í Adelaide í Ástralíu skrifuðu vegfarendur samúðarkveðjur til Nýsjálendinga og hengdu upp. Vísir/EPA
Tyrneskur karlmaður sem særðist í hryðjuverkaárás á mosku í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars er látinn af sárum sínum. Þar með hefur 51 látið lífið af völdum hryðjuverkaárásar ástralsk hægriöfgamanns á tvær moskur í borginni.

Utanríkisráðherra Tyrklands tilkynnti um andlát Zekeriya Tuyan í dag. Hann hafði gengist undir aðgerð í dag en ekki var hægt að bjarga lífi hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Hryðjuverkamaðurinn hefur verið ákærður fyrir fimmtíu morð vegna árásanna 15. mars. Hann særði fimmtíu manns til viðbótar. Þetta var mannskæðasta skotárás í sögu Nýja-Sjálands á friðartímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×