Enski boltinn

Warnock sektaður um þrjár milljónir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cardiff hangir á bláþræði í ensku úrvalsdeildinni
Cardiff hangir á bláþræði í ensku úrvalsdeildinni vísir/getty
Neil Warnock var sektaður um 20 þúsund pund, sem samsvarar rúmum þremur milljónum króna, fyrir ummæli sín um Craig Pawson dómara eftir tap Cardiff fyrir Chelsea á síðasta degi marsmánaðar.

Cardiff tapaði leiknum 2-1 og kvartaði Warnock undan dómgæslunni í þeim leik. Cesar Azpilicueta og Ruben Loftus-Cheek skoruðu mörk Chelsea undir lok leiksins eftir að Victor Camarasa kom Cardiff yfir.

Jöfnunarmark Azpilicueta þótti ekki eiga að standa vegna rangstöðu og þá fannst Warnock að Antonio Rudiger hefði átt að fjúka af leikvelli ásamt því að Cardiff hefði getað fengið tvær vítaspyrnur í leiknum.

Eftir leikinn missti Warnock aðeins stjórn á sér í viðtölum og sagði dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni „þá verstu í heimi“ og velti fyrir sér hvort verið væri að refsa honum fyrir hin ýmsu uppátæki í gegnum tíðina.

Í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu sagði að með ummælum sínum hafi Warnock farið yfir strikið og sett heiðarleika íþróttarinnar í vafa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×